Kvöldfréttir: Meðferð kjörgagna, kærur og óveður

28.09.2021 - 18:45
Formaður landskjörstjórnar segir ekki hægt að staðfesta að meðferð og varðveisla kjörgagna í Norðvesturkjördæmi hafi verið í samræmi við lög. Alþingi þurfi að ákveða hvort kosningin hafi verið lögleg.

Formaður Samfylkingarinnar segir að óvissan með talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sé óboðleg og setji marga í óþægilega stöðu. Það sé grundvallaratriði að fólk geti treyst lýðræðislegum kosningum. 

Óveður gekk yfir landið í dag allt frá Snæfellsnesi, um Vestfirði og Norðvesturland. Illfært er víða og sluppu 37 ferðamenn þegar rúta fór út af veginum á Hrútafjarðarhálsi.  

Læknar og hjúkrunarfræðingar vilja fá forgang á bensínstöðvum í Bretlandi. Eldsneytiskrísan þar í landi er farin að hafa áhrif á starfsemi sjúkrahúsa. 

Einstæð móðir er alsæl með að vera komin í tryggt og öruggt leiguhúsnæði. Íbúðafélagið Bjarg afhenti í dag fimm hundruðustu íbúðina.

Kvöldfréttir hefjast klukkan sjö.

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV