„Hefði átt að hætta fyrir Ólympíuleikana“

epa07918237 Simone Biles of USA competes in the Floor women's Final at the FIG Artistic Gymnastics World Championships in Stuttgart, Germany, 13 October 2019.  EPA-EFE/RONALD WITTEK
 Mynd: EPA

„Hefði átt að hætta fyrir Ólympíuleikana“

28.09.2021 - 09:32
Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles segist hafa átt að hætta keppni fyrir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Þar dró hún sig úr keppni vegna slæmrar andlegrar heilsu og fékk mikið hrós fyrir að vera einlæg með vanlíðan sína.

Biles opnar sig nú í fyrsta skipti í stóru viðtali eftir leikana við The Cut

„Ef litið er til alls sem ég hef gengið í gegnum síðustu sjö árin þá hefði ég aldrei átt að vera í Ólympíuliðinu í ár,“ segir þessi sigursælasta fimleikakona sögunnar. 

Biles er ein hundraða fimleikakvenna sem voru misnotaðar af lækni landsliðsins Larry Nassar sem afplánar nú fyrir það 175 ára fangelsisdóm

„Ég ætlaði ekki að leyfa honum að taka frá mér eitthvað sem ég hafði unnið að síðan ég var sex ára. Ég ætlaði ekki að leyfa honum að ræna mig gleðinni. Svo ég ýtti mér í gegnum þetta eins lengi og líkami og sál leyfðu mér.“