Fanndís áfram á Hlíðarenda

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Fanndís áfram á Hlíðarenda

28.09.2021 - 09:55
Fanndís Friðriksdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur endurnýjað samning sinn við Íslandsmeistara Vals í úrvalsdeildinni. Þetta tilkynnti Valur á samfélagsmiðlum sínum.

Fanndís sem er 31 árs er uppalin hjá ÍBV en hóf meistaraflokksferilinn hjá Breiðabliki. Þaðan hélt hún í atvinnumennsku 2012 en lék aftur með Blikum 2014-17. Hún kom til Vals frá Marseille í Frakklandi 2018. 

Fanndís eignaðist barn snemma á árinu en lék tólf leiki með Íslandsmeisturunum í sumar og skoraði fjögur mörk. 

Alls á hún að baki 216 leiki í efstu deild og í þeim 111 mörk, 109 landsleiki og 17 landsliðsmörk. 

Samningur hennar við Val er til tveggja ára.