R Kelly sakfelldur af öllum ákærum

27.09.2021 - 19:51
Mynd með færslu
 Mynd: YouTube
Tónlistarmaðurinn R Kelly var í kvöld sakfelldur fyrir að hafa stýrt áratugalöngum kynferðisglæpahring. Kviðdómur í New York taldi söngvarann sekan um allar níu ákærurnar, þar á meðal barnaníð, mannrán og mútur.

Frá þessu greinir AFP fréttastofan.

Eftir sex vikna réttarhöld þar sem meðlimir kviðdóms hlýddu á ótalmarga óhugnanlega vitnisburði þurfti hann ekki nema níu klukkustunda umhugsun  til að sakfella hinn 54 ára söngvara, sem hefur verið ásakaður um margvíslegt kynferðisofbeldi í áratugi.

Einn lögmanna hans sagði niðurstöðuna vonbrigði og bætti því við að söngvarinn væri að íhuga áfrýjun.

Dómsúrskurður - þar sem refsing fyrir brot hans verður tilkynnt - er áætlaður þann 4. maí á næsta ári.