Jafnaðarmannaflokkurinn stærstur í Þýskalandi

epa09490254 Members of the German Social Democrats (SPD) react to initial results at SPD headquarters during the Social Democratic Party (SPD) election event in Berlin, Germany, 26 September 2021. About 60 million Germans were eligible to vote in the elections for a new federal parliament, the 20th Bundestag.  EPA-EFE/MAJA HITIJ/ POOL
 Mynd: EPA-EFE - GETTY IMAGES POOL
Jafnaðarmannaflokkurinn er sá stærsti í Þýskalandi eftir þingkosningarnar þar í gær. Flokkurinn hlaut 25,7 prósent atkvæða, en Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel fráfarandi kanslara, hlaut 24,1 prósent. Fylgi Jafnaðarmanna jókst um rúmlega fimm prósentustig frá síðustu kosningum, en fylgi Kristilegra demókrata er það versta í sögunni, nærri níu prósentustigum minna en fyrir fjórum árum.

Græningjar bæta við sig nærri sex prósenta fylgi og hljóta 14,8 próent. Frjálslyndir demókratar koma þar á eftir með 11,5 prósent, 0,7 prósentustigum meira en 2017, og þjóðernisflokkurinn AfD hlaut 10,3 prósent atkvæða, 2,3 prósentustigum minna en fyrir fjórum árum.

Allar líkur eru á að Olaf Scholz, leiðtogi Jafnaðarmanna, leiti eftir samstarfi við vinstri flokka. Hann er sagur vilja mynda stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum, og lét hann hafa eftir sér að kjósendur hafi látið það í ljós að þeir vilji Kristilega demókrata ekki lengur í stjórn. Armin Laschet, arftaki Merkel hjá Kristilegum demókrötum, vill einnig stjórnarmyndunarumboð.

Fréttin var uppfærð 28.9.2021 kl. 04:36.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV