Hvatti þjóðir heims til samstöðu um áskoranir samtímans

27.09.2021 - 15:17
Mynd: RÚV / RÚV
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í dag. Í ræðu sinni talaði hann meðal annars fyrir aðgerðum í loftslagsmálum og jafnari dreifingu bóluefna.

Aukin samstaða þyrfti að ríkja um áskoranir samtímans; loftslagsbreytingar, yfirstandandi heimsfaraldur og vanxandi spennu í alþjóðasamskiptum.

Guðlaugur Þór sagði brýnt að standa við Parísarsamkomulagið og reifaði áherslur og stefnu Íslands, sem væri tilbúið að vinna með öðrum ríkjum að orkuskiptum. Þá sagði hann nauðsynlegt að færa samfélög til meiri sjálfbærni í kjölfar heimsfaraldursins í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Í ræðunni sagði Guðlaugur það markmið Íslands að ganga lengra en Parísarasamkomulagið. „Í því felst meðal annars að minnka losun gróðurlofthúsategunda um meira en helming fyrir 2030, ná algjöru kolefnishlutleysi árið 2040 og hætta að nota jarðefnaeldsneytið fyrir árið 2050.“

Guðlaugur Þór lýsti einnig áhyggjum yfir stöðu mála í Afganistan, sérstaklega aðför að réttindum kvenna og mannréttindabrotum. 

Ræðu Guðlaugs Þórs má sjá og heyra í spilaranum hér að ofan. 
 

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV