Atkvæði talin aftur í Suðurkjördæmi

27.09.2021 - 18:26
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
RÚV er með beina útsendingu frá því þegar atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi. Talning fer fram í Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi. Kjörgögn berast í hús um klukkan 18:30 og talning hefst á slaginu klukkan 19. Ákveðið var að ráðast í endurtalningu vegna þess hve mjótt var á munum. Reiknað er með að talningin taki 3 til 5 klukkustundir.

Fréttastofa fékk leyfi hjá Þóri Haraldssyni, formanni yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, til að senda beint út frá talningu atkvæða. Samkvæmt lögum á talning að fara fram fyrir opnum tjöldum.

Ef það skeikar einhverjum atkvæðum má búast við sömu hringekju og fór af stað í gær. Þá duttu fimm þingmenn út af þingi og aðrir fimm komu í þeirra stað. 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV