Aðeins komin skýrsla frá Suðvesturkjördæmi

27.09.2021 - 21:52
Mynd með færslu
 Mynd: Bragi Valgeirsson - RÚV
Yfirkjörstjórn í Suðvesturkjördæmi er sú eina sem búin er að skila af sér tilbúinni skýrslu til landskjörstjórnar. Frestur til að skila skýrslunum rann út klukkan átta í kvöld.

 

Í samtali við fréttastofu nú í kvöld sagði Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, að hún ætti von á því að fá gögn frá öllum kjördæmum í kvöld, nema Norð-vesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. ljóst væri að þau myndu ekki skila fyrr en á morgun.

Hún bætti því við að næstu skref verði ljós þegar landsyfirkjörstjórn hefur fengið gögn í hendur frá öllum yfirkjörstjórnum.