Þyrla kölluð út vegna slyss á Holtavörðuheiði

26.09.2021 - 15:43
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út laust fyrir klukkan þrjú vegna bílveltu á Holtavörðuheiði. Þrír voru fluttir á sjúkrahús en ekki liggur fyrir hvort þau eru alvarlega slösuð.

Holtavörðuheiðin var opnuð aftur fyrir umferð klukkan rúmlega fjögur eftir að hafa verið lokuð í um einn og hálfan tíma.

ingvarthor's picture
Ingvar Þór Björnsson
Fréttastofa RÚV