Þjóðaratkvæðagreiðsla um hinsegin hjónabönd í Sviss

26.09.2021 - 11:50
epa09489415 Members of the 'Operation Libero' stage a marriage for all with same sex and hetero bridal couples in Bern, Switzerland, 26 September 2021. The Swiss electorate the same day voted on the Federal Popular Initiative 'Reduce tax on salaries, tax capital fairly' and on the 'Marriage for all'. The Swiss GFS demographic research institure indicated that 64 percent of the people voted in favour of a same sex marriage. A final result is expected later the same day.  EPA-EFE/PETER SCHNEIDER
 Mynd: EPA-EFE - KEYSTONE
Tæpir tveir þriðju kjósenda samþykktu hjónabönd samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu sem lauk í Sviss morgun, samkvæmt fyrstu útgönguspám. Búist er við að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verði tilkynntar á næstu klukkutímum.

Samkynhneigðum hefur verið heimilt að skrá sig í sambúð en slíkt veitir ekki sömu réttindi og hjónaband. Eftir áralanga umræðu samþykkti svissneska þingið í desember að samkynhneigðum yrði heimilt að ganga í hjónaband, eins og gagnkynhneigðum. Málið var þó ekki óumdeilt og söfnuðu andstæðingar þess 50.000 undirskriftum og gátu knúið á um þjóðaratkvæðagreiðslu sem fór fram um helgina. 

Ríkisstjórnin hvatti fólk til að kjósa með réttinum til að ganga í hjónaband  en nokkrir kristilegir söfnuðir og stuðningsmenn Svissneska þjóðarflokksins, sem er stærsti flokkurinn, voru taldir líklegastir til að greiða atkvæði gegn breytingunni. 

Fari þjóðaratkvæðagreiðslan á þann veg sem útgönguspár segja, þá fá samkynhneigð hjón sömu réttindi og gagnkynhneigð. Þau geta sótt um ríkisborgararétt fyrir maka og geta ættleitt börn saman. Þá verður lesbíum veittur aðgangur að sæðisbönkum. AP fréttaveitan greinir frá því að það síðastnefnda hafi mætt hvað mestri mótstöðu. Andstæðingar hafi varað við því að lögin gætu leitt til þess að feður yrðu óþarfir. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir