Kynjahlutföll með jafnasta móti

26.09.2021 - 01:14
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Útlit er fyrir að kynjahlutföll á þingi verði með jafnasta móti á næsta kjörtímabili. Þegar þetta er skrifað mælast 32 konur inni á þingi, en 31 karl. Yrði það í fyrsta skipti sem fleiri konur en karlar sitja á þingi.

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í kosningavöku sjónvarpsins að lítið gæti orðið til þess að breyta þessu kynjahlutfalli þótt ekki sé búið að telja nema um helming atkvæða. Samsetning framboðslista flokka sé þannig og jafnræði meðal kynja hjá öllum flokkum.

Í síðustu þingkosningum árið 2017 náðu 24 konur sæti á þingi, eða 38,1% þingmanna og þótti það bakslag í ljósi þess að 30 konur höfðu setið á þinginu þar áður.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV