Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Íbúar San Marínó hlynntir þungunarrofi

26.09.2021 - 23:19
Activists of the "Unione Donne Sammarinesi" San Marino's women union camp celebrate in San Marino, Sunday, Sept. 26, 2021, the victory in a referendum to decriminalize abortion in certain circumstances. Women in San Marino seeking an abortion usually go to neighboring Italy. San Marino, one of the world's oldest republics, has a population of about 33,000 and is one of the last European states that still criminalizes abortion. (AP Photo/Antonio Calanni)
 Mynd: AP
Yfirgnæfandi meirihluta íbúa San Marínó samþykkti í dag að heimila þungunarrof. Yfir 77 prósent kjósenda greiddi atkvæði með tillögu um að leyfa þungunarrof fram að tólftu viku meðgöngu.

Eftir tólftu viku er þungunarrof einungis heimilt ef líf móðurinnar er í hættu eða ef fósturgalli uppgötvast sem gæti valdið konunni líkamlegum eða andlegum skaða.

San Marínó var eitt aðeins fjögurra Evrópuríkja þar sem algjört bann var við þungunarrofi. Hin eru Malta, Andorra og Vatíkanið. Um 35 þúsund voru á kjörskrá í San Marínó, og mættu yfir 40 prósent á kjörstað, hefur AFP fréttastofan eftir kjörstjórn.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV