Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Bandaríkjamenn í frábærri stöðu fyrir lokadaginn

epa09488608 European team member Tommy Fleetwood hits on the eighth fairway during the Four-Ball matches on the pandemic-delayed 2020 Ryder Cup golf tournament at the Whistling Straits golf course in Kohler, Wisconsin, USA, 25 September 2021. Competition for the 43rd Ryder Cup between the US and Europe begins 24 September 2021.  EPA-EFE/TANNEN MAURY
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Bandaríkjamenn í frábærri stöðu fyrir lokadaginn

26.09.2021 - 10:13
Bandaríkjamenn eru að leika Evrópumenn grátt með frábæru golfi á Whistling Streets-golf­vell­in­um í Wiscons­in í Bandaríkjunum þar sem Ryder-bikarinn fer fram. Bandaríkin leiðir örugglega fyrir lokadaginn.

Keppt var í fjórmenningi í gær og voru það Banda­rík­in sem unnu þrjár af fjór­um viður­eign­um og fara inn í lokadaginn með 9-3 vinninga forskot.

Eini sigur Evrópu í fjórmenningnum kom í viðureign John Rahm og Sergio Garcia gegn Brooks Koepka og Daniel Berger.

Bandaríkjamennirnir Dust­in John­son og Coll­in Morikawa höfðu bet­ur gegn Paul Casey og Tyr­ell Hatt­on, Ju­st­in Thom­as og Jor­d­an Spieth unnu Vikt­or Hov­land og Bernd Wies­ber­ger og þeir Xand­er Schauf­fele og Pat­rick Cantlay unnu Lee Westwood og Matt Fitzp­at­rick.

Í dag er leikið með tvímennings fyrirkomulagi.