Aukafréttatími: Niðurstöður kosninga

26.09.2021 - 11:40
Aukafréttatími er í sjónvarpi klukkan tólf þar sem farið er yfir niðurstöður alþingiskosninga.

Framsóknarflokkurinn er sigurvegari alþingiskosninganna. Flokkurinn bætti við sig fimm þingmönnum og samanlagt auka ríkisstjórnarflokkarnir þingstyrk sinn um tvo þingmenn. Í fyrsta skipti í sögunni verður Alþingi skipað fleiri konum en körlum. Kjörsókn var svipuð og síðustu ár en mikill fjöldi utankjörfundaratkvæða olli því að lokatölur úr síðustu kjördæmunum lágu ekki fyrir fyrr en á tíunda tímanum í morgun.

Farið verður yfir viðbrögð leiðtoga og einnig rætt við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, um niðurstöðurnar og næstu skref.

Einnig fjöllum við um þingkosningar í Þýskalandi sem fara fram í dag.

Aukafréttatíminn hefst klukkan tólf og er í beinni útsendingu á RÚV og í spilaranum hér að ofan.

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV