Arsenal fór illa með nágrannana

epa09489977 Bukayo Saka (front) of Arsenal celebrates after scoring the 3-0 during the English Premier League soccer match between Arsenal FC and Tottenham Hotspur in London, Britain, 26 September 2021.  EPA-EFE/Facundo Arrizabalaga EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Arsenal fór illa með nágrannana

26.09.2021 - 17:32
Arsenal hafði betur í Norður-Lundúnarslagnum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Arsenal byrjaði af miklum krafti og kláraði leikinn gerði út um leikinn í fyrri hálfleik.

Tottenham vann fyrstu þrjá leikina sína í deildinni en hafði tapað síðustu tveimur. Á móti hafði Arsenal tapað fyrstu þremur en unnið síðustu tvo. Gengi beggja liða hélt áfram í sömu áttir þegar Emile Smith Rowe kom Arsenal yfir á 12. mínútu leiksins í dag eftir undirbúning Bukayo Saka. Arsenal menn voru þar með komnir í gang og fyrirliðinn, Gabon-búinn Pierre-Emerick Aubameyang tvöfaldaði forskot Arsenal þegar hann skoraði á 27. mínútu.

Heimamenn voru ekki hættir í fyrri hálfleik því á 34. mínútu bætti svo Bukayo Saka þriðja markinu við og Arsenal þar með komið í 3-0. Það var ekki fyrr en ellefu mínútur lifðu leiks að Tottenham rétti hlut sinn þegar Son Heung-min kom boltanum í markið og minnkaði muninn fyrir Tottenham í 3-1. En þar við sat. Arsenal fagnaði sigri.

Í fyrri leik dagsins í deildinni mættust svo Southampton og Wolves. Raul Jiminez tryggði Úlfunum öll stigin þrjú þegar hanns koraði eina mark leiksins á 61. mínútu. Úrslitin 1-0.