Orkufyrirtæki ákært vegna skógarelda í Kaliforníu

FILE - In this Sept. 27, 2020, file photo, a kitten is seen burned at the Zogg Fire near Ono, Calif. Pacific Gas & Electric has been charged with manslaughter and other crimes, Friday, Sept. 24, 2021,  in a Northern California wildfire last year that killed four people and destroyed hundreds of homes.  (AP Photo/Ethan Swope, File)
 Mynd: AP
Saksóknari í Kaliforníu í Bandaríkjunum lagði í gær fram ákæru gegn orkufyrirtækinu PG&E. Fyrirtækið er sakað um að bera ábyrgð á upptökum Zogg eldsvoðans í september í fyrra, sem náði yfir um 22 þúsund hektara landsvæði. 

Raflínur fyrirtækisins slitnuðu og neistaði af þeim í tré nærri þeim. Loginn teygði svo úr sér og varð að Zogg eldinum. Saksóknarar segja fyrirtækinu hafa verið fullkunnugt um að tréð hafi verið hættulega nálægt raflínunni, og hefði átt að fjarlægja það þremur árum áður. Saksóknari í Shasta-sýslu segist hafa næg sönnunargögn til að sýna fram á þetta. Þessi mistök fyrirtækisins væru glæpsamleg vanræksla, sem leiddi til dauða fjögurra manna, þar á meðal átta ára stúlku.

PG&E er eitt stærsta orkufyrirtæki Kaliforníu og sér um stóran hluta orkuinnviða ríkisins. Þar á meðal er það í þeirra umsjá að fjarlægja tré frá raflínum, sérstaklega í ljósi mikilla þurrka undanfarin ár. 

Fyrirtækið neitar því alfarið að hafi framið nokkurn glæp. AFP fréttastofan hefur eftir Patti Poppe, framkvæmdastjóra PG&E, að fyrirtækið hafi samþykkt niðurstöðu rannsóknar slökkviliðsins á upptökum eldsins, það er að raflína hafi lent á tré. Fyrirtækið hefur þegar náð samkomulagi við fjölda fólks sem varð fyrir tjóni vegna eldsvoðans, og enn er unnið hart að því að ná samkomulagi við þá sem eftir á að semja. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem farið er í mál við PG&E vegna skógarelda. Fyrirtækið var dæmt fyrir að hafa valdið Camp-eldsvoðanum árið 2018, þeim stærsta í Kaliforníu á seinni tímum. Sá eldsvoði brenndi smábæinn Paradise til ösku og varð 86 manns að bana. 

Fyrr á árinu lofaði fyrirtækið því að leggja um 16 þúsund kílómetra af raflínum í jörðu til þess að forðast að þær komist í snertingu við gróður.