Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Markasúpa þegar Liverpool gerði jafntefli við nýliðana

epa09487948 Liverpool's Mohamed Salah (R) in action against Brentford's Rico Henry (L) during the English Premier League soccer match between Brentford FC and Liverpool FC in London, Britain, 25 September 2021.  EPA-EFE/Vickie Flores EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Markasúpa þegar Liverpool gerði jafntefli við nýliðana

25.09.2021 - 18:26
Liverpool gat komið sér eitt á topp ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag þegar liðið sótti nýliða Brentford heim. Eftir mikinn rússíbana var niðurstaðan jafntefli.

Nýliðarnir hafa verið frískir í upphafi leiktíðar og Ethan Pinnock kom þeim 1-0 yfir á 27. mínútu. Fjórum mínútum síðar tók Jordan Henderson fyrirliði Liverpool til sinna ráða og kom boltanum á Diogo Jota sem skoraði og jafnaði í 1-1.

Þannig var staðan þar til á 55. mínútu að Liverpool Mohamed Salah skoraði og kom Liverpool yfir, 2-1. En áfram hélt spennan í leiknum og Vitaly Janelt jafnaði á ný fyrir Brentford í 2-2 þegar hann skoraði á 64. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar kom Curtis Jones Liverpool aftur yfir og allt stefndi í sigur Liverpool. Yoane Wissa var þó á öðru máli og skoraði á 82. mínútu leiksins og tryggði nýliðunum frábært stig gegn sterku liði Liverpool. Stigið dugir Liverpool til að koma sér eitt á topp deildarinnar með 14 stig, stigi á undan Chelsea, Manchester City, Manchester United og Everton.

Önnur úrslit dagsins:
Leeds United - West Ham United 2-1 
Everton - Norwich City 2-0
Leicester City - Burnley 2-2
Watford - Newcastle United 1-1