Kvöldfréttir: Heldur lakari kjörsókn en 2017

25.09.2021 - 18:48
Kjörsókn virðist víðast hvar vera lakari í Alþingiskosningunum í dag en fyrir fjórum árum, þrátt fyrir að hafa farið vel af stað í morgun. Þrjár klukkustundir eru þar til flestum kjörstöðum verður lokað.

Kjósendum vítt og breitt um landið fannst sumum hverjum erfitt að ákveða sig í kjörklefanum. Einn segir kosningarnar þær mest spennandi sem hann man eftir og annar valdi sér loksins flokk í stað þess að skila auðu, eins og yfirleitt áður.

Óvissa gæti verið bæði í þýskum og íslenskum stjórnmálum að loknum kosningum í báðum löndum um helgina, að mati sérfræðings í stjórnmálahegðun. Mikil spenna er fyrir þingkosningarnar í Þýskalandi á morgun.

Hamingjan skein úr andlitum Víkinga í Fossvogi í Reykjavík í dag þegar þeir tryggðu sér fyrsta Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta í þrjátíu ár.

Þetta og fleira í sjónvarpsfréttum sem hefjast kl 19.
 

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV