KA/Þór byrjar vel - Haukar hársbreidd frá sigri

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú

KA/Þór byrjar vel - Haukar hársbreidd frá sigri

25.09.2021 - 19:49
Íslandsmeistararnir frá því í fyrra KA/Þór byrja titilvörnina vel þetta tímabilið, liðið vann eins marks sigur á Stjörnunni fyrir norðan í dag.

 

Og ekki var spennan minni í leik Hauka og Fram í úrvalsdeild kvenna í handbolta í dag. Haukar höfðu yfirhöndina á lokamínútunum og komust yfir í 31-30 og í 32-31 þegar skammt var eftir af leiknum. En á síðustu sekúndum leiksins náði Ragnheiður Júlíusdóttir að skora fyrir Fram og jafna í 32-32. Liðin gerðu því jafntefli og hafa 3 stig hvort lið í öðru og þriðja sæti en KA/Þór er á toppnum með fjögur stig.