Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

HK og Þróttur Fjarðabyggð unnu sína leiki

Mynd með færslu
 Mynd: RUV

HK og Þróttur Fjarðabyggð unnu sína leiki

25.09.2021 - 20:18
Keppni í úrvalsdeildum karla- og kvenna í blaki hófst í mánuðinum. Þrír leikir fór fram í dag þar sem HK og Þróttur Fjarðabyggð gerðu gott mót.

 

Í úrvalsdeild karla mætti HK Vestra frá Ísafirði. HK vann leikinn 3-0, fyrsta hrina fór 25-16, í annari hrinu var svo talsvert meiri spenna og endaði að lokum 25-21 HK í vil og síðasta hrinan endaði með 25-16 sigri HK.

Stigahæstur í liði HK var Hristiyan Dimitrov með 14 stig og stigahæstur í liði Vestra var Carlos Eduardo 16 stig.

Annar leikur fór fram í úrvalsdeild karla þegar Þróttur Fjarðabyggð tók á móti Fylki. Allar hrinurnar voru nokkuð jafnar framan af en leiknum lauk með 3-0 sigri Þróttar. 

Í úrvalsdeild kvenna mættust Þróttur Fjarðabyggð og Þróttur Reykjavík í Þróttaraslag. Eftir frábæra byrjun Fjarðabyggðar kvenna 25-13 og 25-12 í fyrstu tveimur hrinunum var komið að gestunum úr höfuðborginni. Þær unnu þriðju hrinu 25-23 og komust í 20-15 í fjórðu hrinu, þá setti Þróttur Fjarðabyggð í næsta gír og vann hrinuna 25-22 og leikinn 3-1. Liðin mætast aftur á morgun klukkan 13:00.