Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Fyrsta tap Chelsea kom gegn Manchester City

epa09487060 Chelsea manager Thomas Tuchel (C-R) greets Manchester City manager Pep Guardiola (C-L) prior to the English Premier League soccer match between Chelsea FC and Manchester City in London, Britain, 25 September 2021.  EPA-EFE/Facundo Arrizabalaga EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Fyrsta tap Chelsea kom gegn Manchester City

25.09.2021 - 13:37
Toppliðin voru í eldlínunni þegar tveimur leikjum lauk í hádeginu. Manchester City sótti öll stigin þrjú á Stamford Bridge í toppslagnum gegn Chelsea og þá tapaði Manchester United óvænt heima fyrir Aston Villa.

Manchester City var betri aðilinn allt frá byrjun í Lundúnum þegar liðið heimsótti taplaust Chelsea lið. Chelsea mætti varkárt til leiks og tókst ekki að ná skoti á mark Man City allan leikinn, það var svo Gabriel Jesus sem skoraði fyrsta mark leiksins á 53. mínútu. Það reyndist vera sigurmark leiksins og Man City tróna tímabundið á toppi deildarinnar þegar sex leikjum er lokið með 13 stig, jafn mörg stig og Chelsea, Manchester United og Liverpool en síðastefnda liðið á leik til góða. 

Á Old Trafford mættust heimamenn, Manchester United, og Aston Villa. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom það í hlut Kortney Hause að koma Aston Villa yfir með góðu marki undir lok leiksins. Heimamenn fengu þó tækifæri til að jafna metin en Bruno Fernandes tókst ekki að skora úr vítaspyrnu á 93. mínútu. Lokatölur 1-0 Aston Villa í vil sem er sem stendur í 7. sæti með 10 stig.