Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Fréttir: Kjörsókn góð í upphafi dags

25.09.2021 - 12:17
Í dag er kjósa Íslendingar fulltrúa sína á Alþingi. Kjörsókn fer vel af í alþingiskosningunum og fleiri hafa greitt atkvæði í hádeginu en á sama tíma í síðustu kosningum. Aldrei hafa fleiri greitt atkvæði utan kjörfundar.

Fjölmenni var á kjörstað í Breiðagerðisskóla nú rétt fyrir hádegi.Sumum þótti valið hafa verið erfitt á meðan aðrir sögðust alltaf kjósa sama flokkinn.

Úrslit úr kosningu um sameingu sveitarfélaga á Suðurlandi gætu legið fyrir á miðnætti í kvöld.

Stóru flokkarnir í Þýskalandi eru hnífjafnir í nýjustu könnunum fyrir kosningarnar á morgun. Við verðum í beinni frá Berlín.

Og það ríkir fádæma spenna í Fossvoginum í dag. Þar geta Víkingar úr Reykjavík orðið Íslandsmeistarar í fótbolta karla í fyrsta sinn í þrjátíu ár. Þeir mæta Leikni klukkan tvö og dugir sigur.

Veðurhorfur: Norðaustan tíu til átján metrar með morgninum, hvassast norðvestantil og við suðausturströndina. Víða rigning eða slydda með köflum á láglendi, en úrkomulítið á vesturlandi. Bætir í úrkomu um landið austanvert undir kvöld. Hiti tvö til átta stig. Gengur í norðaustan hvassviðri eða storm norðvestantil á morgun, annars mun hægari vindur. Víða rigning eða slydda, einkum fyrir norðan. Hlýnar heldur.
 

 

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV