Frambjóðendur kannast flestir við að prumpa í svefni

Mynd: RÚV / RÚV

Frambjóðendur kannast flestir við að prumpa í svefni

25.09.2021 - 13:34

Höfundar

Það er mismunandi hvað fólki finnst mikilvægast þegar kemur að því að velja flokk til að greiða atkvæði í dag. Tvíhöfði spurði frambjóðendur óvenjulegra spurninga í Vikunni með Gísla Marteini í gær til að hjálpa óákveðnum kjósendum. Þar kom til dæmis í ljós að allir prumpa en enginn reyndist eiga hænur.

Í síðustu yfirheyrslu Tvíhöfða í Vikunni með Gísla Marteini voru frambjóðendur spurðir ýmissa krefjandi spurninga. Enginn kannaðist við að hata jafnrétti kynjanna og það á heldur enginn hænur. Kettir reyndust vinsælli en hundar og flestir kannast við að prumpa, en ekki allir viðurkenna að gera það í svefni.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Tvíhöfði grillar frambjóðendur í Vikunni