Betra kosningaveður en gert var ráð fyrir

25.09.2021 - 07:49
Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Veðurspáin fyrir daginn er mun skárri en langtímaspár gerðu ráð fyrir. Þó má gera ráð fyrir allhvassri eða hvassri norðaustanátt á norðvestanverðu landinu og með suðausturströndinni.

Spá er rigningu með köflum um landið sunnanvert og stöku skúrum eða slydduéljum með norðurströndinni. 

„Frostmarkslínan liggur ekki hátt svo að hætta er á slyddu eða snjókomu á fjallvegum með versnandi færð, einkum um norðanvert landið. Undir kvöld byrjar síðan að rigna um landið austanvert, en það stefnir jafnvel í þurran dag á Faxaflóa svæðinu.“ segir í veðurpistli dagsins frá Veðurstofunni.

Á morgun, sunnudag, versnar veðrið svo nokkuð, sér í lagi á Vestfjörðum. Þar gengur í norðaustan storm en dregur úr vindi annarsstaðar þegar líður á daginn. Einnig bætir í úrkomu um allt land þar sem úrkoman verður á formi slyddu og snjókomu á fjallvegum. Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðurspám þar sem beytingar gætu orðið þegar nær dregur.

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV