Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Sex börn í sóttvarnarhúsum

24.09.2021 - 17:59
Mynd með færslu
 Mynd: ÞórÆgisson - RÚV
Sex börn dvelja sem stendur í sóttvarnarhúsum með foreldrum sínum. Dæmi eru um að foreldri og barn hafi dvalið í sóttvarnarhúsi í tuttugu daga. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnarhúsa, segir að gestum hafi heldur fjölgað að undanförnu.

„Já ég verð að segja það, það er aðeins að fjölga. Það eru að fjölga hjá okkur foreldrar ungra barna sem eru að koma með börnum sínum, börnin þá í einangun og foreldrarnir fylgja með til að hlífa örðum heimilismönnum. Þeir foreldrar skýkjast svo hjá okkur kannski líka þannig að sú dvöl fer kannski úr því að vera tíu dagar upp í að vera tuttugu. En vonandi er þetta aðeins farið að hægjast. Ertu með tölu hversu mörg börn eru hérna með foreldrum sínum? Hjá okkur núna eru sex börn,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson.                                                                                                                        
 

 

Hjördís Rut Sigurjónsdóttir