Nirvana - Nevermind

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Nirvana - Nevermind

24.09.2021 - 16:52

Höfundar

Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er meistaraverkið Nevermind með Nirvana sem kom út þennan dag árið 1991, fyrir 30 árum sléttum.  

Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123.       

Nevermind er önnur hljóðversplata hljómsveitarinnar Nirvana og hún er hvorki meira né minna en 30 ára gömul í dag. Hún kom út 24. Nóvember 1991. 

Platan er öllu aðgengilegri og „útvarpsvænni“ en fyrsta platan; Bleach, sem kom út tveimur árum fyrr og þar á upptökustjórinn Butch Vig ansi stóran part, en hann stjórnaði upptökum á Nevermind. 

Trommarinn Dave Grohl var nýkominn inn í bandið þegar platan var gerð, Dave sem hefur leitt Foo Fighters síðasta aldarfjórðunginn eða svo. 
Platan var tekin upp í maí og júní 1991 í tveimur hljóðverum; Sound City Studios í Kaliforníu, og Smart Studios í Madison í Wisconsin, en Butch Vig kemur þaðan. Hann er líka þekktur fyrir að vera trommari hljómsveitarinnar Garbage.  

Kurt Cobain forsprakki Nirvana var ekki mikið fyrir að fela áhrifavalda sína. Hann var mikill Bítlamaður þegar hann var strákur og hélt mest upp á Lennon. En síðar komu svo sveitir eins og Pixies, R.E.M., the Smithereens, og Melvins sem höfðu áhrif á hann og Nevermind. Hann vildi blanda saman popp-melódíum og grjóthörðum gítar-riffum. Hann lét hafa eftir sér á sínum tíma að með Nevermind hafi hann viljað blanda saman áhrifum frá popp-hljómsveitum eins og The Knack og Bay City Rollers við rokk hljómsveita á borð við Black Flag og Black Sabbath. 

Platan hefur að geyma hart ruddalegt gruggrokk en í raun eru margar stefnur og margir stílar á plötunni. Bandið vissi þegar verið var að taka plötuna upp að hún yrði vel heppnuð, en það bjuggust ekki margir við gríðaregri velgengni hennar. Í janúar 1992, nokkrum mánuðum eftir að hún kom út settist hún í toppsæti vinsældalistans í Bandaríkjunum og um það leyti seldust um það bil 300.000 eintök af plötunni á viku. 

Myndbandið við lagið Smells like teen spirit var mikið sýnt á MTV og lagið náði hæst í sjötta sæti vinsældalistans. Þrjú önnur lög af plötunni voru gefin út á smáskífum; Come as You Are, Lithium og In Bloom. Nevermind er risastór varða í rokksögunni, líkast til mikilvægasta plata 10unda áratugarins og X-kynslóðarinnar og ein mikilvægasta plata rokksögunnar. Á sama hátt er lagið Smells like Teen spirit risi meðal risa.  

Nevermind er líka ein mest selda plata sögunnar, hefur selst í meira en 30 milljónum eintaka. Henni var árið 2004 bætt við hljóðritasafan Bandaríska þingsins sem safnar menningarlega og sögulega mikilvægum upptökum og tónlist. 

Utangarðsmenn - Það er auðvelt
Nirvana - Come as you are (plata þáttarins)
Kiss - Deuce 
RHCP - Suck my kiss
Utangarðsmenn - I don´t wanna girl like you
Everclear - Walk don´t run
Buffalo Springfield - For what it´s worth
VINUR ÞÁTTARINS
Stephen Stills - Go back home
War on Drugs - I don´t live here anymore
SÍMATÍMI
Nirvana - Polly (plata þáttarins)
HAM - Voulez vous (óskalag)
AC/DC - Fire your gun
Skálmöld - Kvaðning (óskalag)
Iron Maiden - Stratego
Dave Dee, Dozy, Beaky, Mick & Tich - The legend of Xanadu (óskalag)
Wolf People- Silbury sands (óskalag)
Verve - This is music
Slipknot - Before i forget
Public Service Broadcasting & Blixa Bargeld - Der rhytmus der maschinen
Uriah Heep - Look at yourself (óskalag)
The Replacements - Alex Chilton
Big Star - September gurls
Elvis Presley - Heartbreak hotel
Wanda Jackson - Tore down
Wanda Jackson - Two shots
Bon Jovi - Livin on a prayer (óskalag)
Guns´n Roses - Patience
ANDRI FREYR UM GUNS´N ROSES
Guns´n Roses - Hard skool
Nirvana - Drain you (plata þáttarins)
Oasis - Champagne Supernova 
Nirvana - Smells like teen spirit (plata þáttarins)

Tengdar fréttir

Popptónlist

Guns´n Roses - Use Your Illusion I

Popptónlist

Kings of Leon - Youth and Young Manhood

Popptónlist

Rolling Stones - Tattoo You

Popptónlist

Robert Plant - Mighty Rearranger