Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Bandaríkin taka fastar á flugdólgum

23.09.2021 - 21:21
epa09482641 An American Airlines Airbus A321 (tail number N920US) takes off at the Los Angeles Airport in Los Angeles, California, USA, 22 September 2021. JetBlue and American Airlines are sued by the US Department of Justice and seven other attorneys general in a lawsuit involving Southern California airports against American Airlines and JetBlue, challenging what they call an anticompetitive joint venture between the companies known as the Northeast Alliance.  EPA-EFE/ETIENNE LAURENT
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bandaríska flugmálastofnunin ætlar að láta sverfa til stáls gegn flugdólgum um borð í bandarískum flugvélum. Óspektir og ofbeldi flugfarþega hafa margfaldast síðan Covid-faraldurin hófst.

Fleiri kærur á hendur ofbeldisfullum flugfarþegum, sameiginlegur flugbannlisti á landsvísu og stöðvun á sölu áfengis í fríhöfnum í Bandaríkjunum, eru á meðal þeirra hugmynda sem komu fram á þingfundi fyrr í dag um það hvernig mætti bregðast við bylgju af tilfellum „flugreiði“ sem komið hafa upp um borð í bandarískum flugvélum síðan COVID-19 heimsfaraldurinn hófst.

Í einu slíku tilviki sló farþegi flugfreyju Southwest Airlines í andlitið og braut í henni þrjár tennur. Ítrekað hafa farþegar kastað hlutum í áhafnir, hrópað ókvæðisorð og ráðist á aðra farþega.

„Þessi heimsfaraldur hefur verið á meðal átakanlegustu og erfiðustu tímabila fyrir starfsfólk í flugbransanum,“ sagði Teddy Andrews, gamalreyndur flugþjónn hjá American Airlines sem sagði frá ágreiningi við einn flugfarþega sem harðneitaði að setja upp andlitsgrímu.

Andrews, sem er svartur, sagðist hafa verið kallaður „N orðið“ ítrekað af farþeganum en honum tókst að róa manninn og sannfæra hann um að fara eftir reglum.

Tíðni slíkra atvika hefur lækkað um 50 prósent miðað við fyrri hluta þessa árs en er engu að síður meira en tvöfalt hærri en í lok árs 2020, að sögn Flugmálastofnunar Bandaríkjanna, FAA.

Stofnunin kynnti stefnu sína um „núll þolinmæði“ gagnvart flugdólgum fyrr á þessu ári og felur hún í sér hærri sektir á óstýriláta farþega og birtingu á misgjörðum flugfarþega.