Snarpur jarðskjálfti í Ástralíu

22.09.2021 - 01:27
epa09480837 Damage to the exterior of Betty’s Burgers on Chappel Street in Windsor following an earthquake, Melbourne, Australia, 22 September 2021. Victoria State Emergency Service confirmed the earthquake was 6.0 on the richer scale and eminated from Mansfield, Victoria.  EPA-EFE/JAMES ROSS  AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Jarðskjálfti af stærðinni 5,8 varð í suðaustanverðri Ástralíu þegar klukkan var rétt rúmlega níu á miðvikudagsmorgni þar í landi. Borgarbúar í Melbourne fundu vel fyrir skjálftanum og þustu skelkaðir út á götur borgarinnar, að sögn AFP fréttastofunnar.

Samkvæmt jarðfræðistofnun Bandaríkjanna voru upptök skjálftans á um tíu kílómetra dýpi, og fannst skjálftinn vel nokkur hundruð kílómetra frá skjálftamiðjunni. Viðbragðsaðilar fengu til að mynda ósk um aðstoð vegna skjálftans í Dubbo, um 700 kílómetrum frá skjálftamiðjunni. Eftirskjálfti af stærðinni fjórir varð skömmu eftir stóra skjálftann samkvæmt jarðfræðistofnun Ástralíu.

Bæjarstjóri í Mansfield, sem er nærri skjálftamiðjunni, sagði engar skemmdir hafa orðið á mannvirkjum í bænum. Bæjarbúum hafi þó brugðið nokkuð, enda jarðskjálftar af þessari stærðargráðu óvanalegir á þessum slóðum.
Forsætisráðherrann Scott Morrison fékk fréttir af skjálftanum til New York, þar sem hann er á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði engar fregnir hafa borist af slysi á fólki

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV