Er auðlindagjaldið sanngjarnt?

22.09.2021 - 20:38
Mynd: - / -
Ýmislegt forvitnilegt kom í ljós þegar frambjóðendur svöruðu spurningum Jakobs Birgissonar í þættinum Já eða nei í kvöld.

Jakob spurði um efnahagsmálin og þau fengu bara að svara „já“ eða „nei“.Sjáðu spurningarnar og svörin frá flokkunum tíu hér fyrir neðan. 

Í þættinum í kvöld fór Jakob yfir efnahagsmálin, stýrivextir voru örskýrðir og að lokum fengu frambjóðendur nokkrar spurningar. 

„Nú þegar búist er við að vextir hækki enn þá meira má velta fyrir sér hvernig stjórnmálin bregðast við,“ segir Jakob ákveðinn í þættinum áður en hann hefur upp raust sína og spyr:

Er Seðlabankinn á réttri leið með vaxtahækkanir sínar?

 • Flokkur fólksins: Nei.
 • Framsóknarflokkurinn: Já
 • Sósíalistaflokkurinn: Nei.
 • Vinstri græn: Nei.
 • Miðflokkurinn: Nei.
 • Samfylkingin: Já.
 • Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn: Já.
 • Píratar: Já.
 • Sjálfstæðisflokkurinn: Já.
 • Viðreisn: Já.

Á ríkið að aðstoða ungt fólk enn frekar inn á húsnæðismarkaðinn?

 • Flokkur fólksins: Já.
 • Framsóknarflokkurinn: Já.
 • Sósíalistaflokkurinn: Já.
 • Vinstri græn: Já.
 • Miðflokkurinn: Já.
 • Samfylkingin: Já.
 • Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn: Já.
 • Píratar: Já.
 • Sjálfstæðisflokkurinn: Já.
 • Viðreisn: Já.

Á að hækka skatta á ríkt fólk?

 • Flokkur fólksins: Já.
 • Framsóknarflokkurinn: Já.
 • Sósíalistaflokkurinn: Já.
 • Vinstri græn: Já.
 • Miðflokkurinn: Nei.
 • Samfylkingin: Já.
 • Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn: Nei.
 • Píratar: Já. 
 • Sjálfstæðisflokkurinn: Nei.
 • Viðreisn: Nei.

Er auðlindagjaldið sanngjarnt?

 • Flokkur fólksins: Nei.
 • Framsóknarflokkurinn: Nei.
 • Sósíalistaflokkurinn: Nei.
 • Vinstri græn: Nei.
 • Miðflokkurinn: Já.
 • Samfylkingin: Nei.
 • Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn: Nei.
 • Píratar: Nei.
 • Sjálfstæðisflokkurinn: Já.
 • Viðreisn: Nei.

Jakob fjallar um heilbrigðismál í þættinum Já eða nei á fimmtudagskvöld klukkan 20.30.