Valdaránstilraun hrundið í Súdan

epa09409766 (FILE) Sudan's ousted president Omar Hassan al-Bashir looks out from inside the accused cage, during his trial in Khartoum, Sudan, 24 August 2019 (reissued 11 August 2021). Sudan's Foreigh Minister Maryam al-Sadiq al-Mahdi has on 10 August informed the International Criminal Court,(ICC) that Sudan is ready to handover those wanted by the tribunal for trial. The Sudanese parliament is due to vote on the text allowing Sudan to join the ICC, the law was presented to the lawnakers on 03 August.The ICC had been requesting that ousted president al-Bashir and others to be on trial for alleged crimes in Darfur.  EPA-EFE/AMEL PAIN
Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti. Hans bíða réttarhöld fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag.  Mynd: EPA-EFE
Stjórnvöld í Súdan segja að komið hafi verið í veg fyrir valdarán í landinu í dag. Að sögn upplýsingamálaráðherra landsins hafa þeir sem stóðu að tilrauninni verið handteknir og bíða yfirheyrslu.

Forsprakkarnir eru hvort tveggja úr her landsins og almennir borgarar. Heimildir AFP fréttastofunnar herma að þeir hafi reynt að leggja undir sig höfuðstöðvar ríkisfjölmiðilsins í borginni Omdurman, en mistekist.

Fullyrt er að stuðningsmenn Omars al-Bashirs, fyrrverandi forseta Súdans, hafi verið að verki. Honum var steypt af stóli á vormánuðum 2019 eftir rúmlega aldarfjórðung við völd.

Stjórnvöld tilkynntu í síðasta mánuði að forsetinn fyrrverandi yrði framseldur til Alþjóða sakamáladómstólsins í Haag, þar sem hans bíða réttarhöld fyrir stríðsglæpi, þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni á valdatímanum. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV