Eldur í íbúðarhúsi við Arnarsmára í Kópavogi

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Eldur kom upp í íbúð á fyrstu hæð í þriggja hæða fjölbýlishúsi við Arnarsmára í Kópavogi á fimmta tímanum í nótt. Allt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað til en að sögn varðstjóra var eldur mjög lítill og skamma stund tók að slökkva hann.

Húsráðandi var kominn út þegar slökkvilið bar að en ekki er vitað um eldsupptök. Íbúðin var reykræst en nokkrar skemmdir urðu vegna sóts og reyks. 

Nóttin var að öðru leyti tíðindalítl bæði hjá slökkviliði og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV