Aukinn viðbúnaður og fyrsta útkallið í hádeginu

21.09.2021 - 12:45
Mynd: RÚV / RÚV
Björgunarsveitir víða um land eru í viðbragðsstöðu vegna veðurs og aðgerðastjórn verður virkjuð í Skógarhlíð eftir hádegið, þegar búist er við að veðrið nái hámarki á höfuðborgarsvæðinu. Fyrsta útkall dagsins barst björgunarsveitum í hádeginu þegar þakplötur voru farnar að fjúka af flugskýli á Suðurlandi.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að það hafi verið frekar rólegt í morgun. Hann hvetur fólk til að huga að lausamunum því það geti ýmislegt farið að fjúka í rokinu sem nær líklega hámarki síðar í dag.  

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV