Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

46 ný smit

21.09.2021 - 10:57
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
46 kóronuveirusmit greindust innanlands í gær og 24 þeirra sem greindust voru ekki í sóttkví við greiningu. Svo mörg smit hafa ekki greinst á einum degi frá 3. september.

Ríflega ellefu hundruð manns eru í sóttkví, nokkuð fleiri en í gær, og 336 í einangrun með virkt smit. Níu eru á sjúkrahúsi með COVID-19, þar af tveir á gjörgæslu.

Hlutfallslega greinast smit langhelst meðal þeirra sem ekki eru fullbólusettir, ekki einungis börnum heldur líka fullorðnum. Nýgengi smita er næstum fjórum sinnum hærra meðal fullorðinna sem ekki eru fullbólusettir heldur en fullbólusettra. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV