Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Þrír kusu í gegnum bílrúðu í höfuðborginni í dag

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Utankjörfundarkosning með óhefðbundnum hætti stendur yfir í Reykjavík við Skarfagarða frá þrjú til átta daglega fram á kjördag. Á kjördag verður einnig kosið á hafnarbakkanum. Þegar lokað var í kvöld höfðu þrír kosið í gegnum bílrúðu.

Tæplega tuttugu og þrjú þúsund manns hafa kosið utan kjörfundar á landinu það sem af er og eru það um tvöfalt fleiri en á sama tíma fyrir síðustu kosningar. Þar af hafa sextán þúsund og fimm hundruð manns kosið utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu.

Hún er heldur óhefðbundin utankjörfundaatkvæðagreiðslan sem hér fer fram en það hefur verið heldur fámennt hér í dag. Einn hefur mætt á svæðið þegar þetta er talað en hingað mega aðeins þeir koma sem eru í einangrun eða í sóttkví vegna COVID 

Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir þessa óhefðbundnu utankjörfundarkosningu fara rólega af stað.
„Það er búið að útbúa hér mjög góða aðstöðu í þessa svokölluðu COVID kosningu svo að þeir sem eru í sóttkví eða einangrun geti komið hér í bíl og greitt atkvæði. " „Og gekk þetta alveg vel fyrir sig?"  „Þetta gekk mjög vel."  „Heldurðu að fólk sé feimið við að kjósa svona af því að það verður að treysta því að sá sem að  sér bókstafinn honum er trúað eða henni fyrir að setja þetta í umslagið?"  „Ja sko kjósandinn sér þegar að kjörstjóri setur í umslagið þannig að það er enginn vafi að það er gengið frá atkvæðinu  en auðvitað er þetta öðruvísi hér. Þetta eru reglurnar um að höndin sé ónýt þannig að kjörstjóri þarf að aðstoða þig við kosninguna og  þú þarft að segja hvað þú ætlar að kjósa eða sýna hvað þú ætlar að kjósa."  
 

 

Ólöf Rún Skúladóttir