Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

The Crown valin besta þáttaröðin alvarlegs eðlis

epa09470509 A large Emmy statuette is displayed during a press preview for the 2021 Emmy Awards telecast at the Television Academy in Los Angeles, California, USA, 15 September 2021. The preview included drinks, food and show elements that will be present for nominees and guests at the 73rd Emmy Awards telecast on 19 September 2021.  EPA-EFE/CAROLINE BREHMAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA

The Crown valin besta þáttaröðin alvarlegs eðlis

20.09.2021 - 02:20

Höfundar

Breska sjónvarpsþáttaröðin The Crown sem fjallar um bresku konungsfjölskylduna og streymisveitan Netflix framleiðir var valin besta alvarlega þáttaröðin á Emmy-sjónvarpsverðlaunahátíðinni í Los Angeles.

Olivia Colman hlaut verðlaunin fyrir túlkun sína á Elísabetu Bretadrottningu. Einnig Josh O'Connor sem leikur hlutverk Karls Bretaprins. Tobias Menzies og Gillian Anderson, sem leikur Margaret Thatcher, fengu verðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki.

Röðin var tilnefnd til alls 24 verðlauna. Leikstjórinn Jessica Hobbs og handritshöfundurinn Peter Morgan voru einnig verðlaunuð.

Gamanþáttaröðin Ted Lasso varð hlutskörpust í sínum flokki. Leikstjórinn Scott Frank hlaut verðlaun fyrir stuttu þáttaröðina The Queen's Gambit. Hún var einnig valin besta þáttaröðin í sínum flokki.

Röðin er framleidd af Netflix og fjallar um skákundrabarnið Beth Harmon sem brýst til æðstu metorða í skákheiminum á sjöunda áratugnum. Kunnugir segja að þáttaröðin hafi orðið til að auka áhuga á skák verulega að nýju.  

Hátíðin er með smærra sniði en yfirleitt áður en þó öllu fjölmennari en á síðasta ári þegar Jimmy Kimmel kynnti hátíðina frammi fyrir tómum sal.

Þá voru stjörnurnar heima hjá sér á náttfötunum eða spariklæddar, allt eftir smekk. Nú mega fimmhundruð gestir vera viðstaddir en þurfa að fylgja mjög ströngum sóttvarnareglum.  

Tengdar fréttir

Menningarefni

Emmy sjónvarpsverðlaunahátíðin er hafin

Menningarefni

Lofar fjöri og miklum glæsileika á Emmy-hátíðinni

Sjónvarp

Watchmen og Schitt's Creek sigursæl á Emmy hátíðinni