Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Sex skotin til bana í skotárás í Rússlandi

20.09.2021 - 08:15
Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia Commons
Sex létu lífið í skotárás nærri háskóla í borginni Perm í Rússlandi í morgun. Nemandi í skólanum kom vopnaður inn á háskólasvæðið í morgun og hóf skothríð. 

Að sögn rússneskra yfirvalda særðust sex í árásinni, þar á meðal árásarmaðurinn en hann er nú í haldi lögreglu. 

Vladimír Pútín Rússlandsforseti kallaði eftir hertum reglum um byssueign eftir mannskæða skotárás við skóla í maí. Þá réðist nítján ára fyrrum nemandi skóla í borginni Kazan þar inn og hóf skothríð, en alls létu níu lífið í þeirri árás, sem var ein sú mannskæðasta í sögu Rússlands. 

Fréttin hefur verið uppfærð. Yfirvöld greindu fyrst frá því að átta hefðu látið lífið. Við nánari rannsókn kom í ljós að sex voru skotin til bana í Perm í morgun. 

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV