Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Fréttir: Ríkisstjórnin fallin samkvæmt þjóðarpúlsi

20.09.2021 - 19:03
Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkur og VG tapa fylgi frá síðustu kosningum en Framsókn bætir við sig. Flokkur fólksins er á miklu skriði.

Kjósendur allra flokka telja heilbrigðismál vera mikilvægasta málefnið á næsta kjörtímabili. Umhverfismál eru í fyrsta skipti á meðal brýnustu málefna en landbúnaður og Evrópumál skipta kjósendur minnstu máli. 

Bólusettir ferðamenn mega koma til Bandaríkjanna snemma í nóvember. Yfirvöld tilkynntu þetta í dag. Afar þýðingarmikið, segir forstjóri Icelandair.

Nýtt áfangaheimili Kvennaathvarfsins verður opnað í næstu viku og þegar hafa fimm íbúðir verið leigðar út. Framkvæmdastýra segir þörfina mikla. Dæmi eru um að konur hafi þurft að búa mánuðum saman í einu herbergi í Kvennaathvarfinu með börn sín.

Á sjötta þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldgossins á La Palma á Kanaríeyjum. Hundruð húsa eru ónýt en ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast. 

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV