Emmsjé Gauti, Helgi Sæmundur – Mold

Mynd: Emmsjé Gauti, Helgi Sæmundur / Mold

Emmsjé Gauti, Helgi Sæmundur – Mold

20.09.2021 - 17:45

Höfundar

Síðastliðinn áratug hafa Emmsjé Gauti og Helgi Sæmundur með sveit sinni Úlfur Úlfur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi með kröftugri útgáfu á plötum og vinsælum lögum. Það er því tilhlökkunar efni fyrir tónlistarunnendur að fá að gægjast undir húddið á Mold - nýjustu plötu kappanna sem er á loka stigi vinnslu þessa dagana.

Það gerist ekki oft að hlustendum Rásarinnar sé boðið í forhlustunarpartý á plötu vikunnar en þannig er það í þessari viku því platan Mold er enn í vinnslu að sögn Emmsjé Gauta og Helga Sæmundar. Platan ber höfundareinkenni beggja þó greinilega kveði við nýjan tón í samstarfinu eins og hlustendur hafa tekið eftir í lögunum Tossi og Heim sem hefur verið vel tekið af útvarpshlustendum og á streymisveitum.

Platan Mold inniheldur níu lög og texta sem eru flest eftir þá Gauta og Helga Sæmund en þeir fá til sín góða gesti við lagasmíði, hljóðfæraslátt og söng eins og venja er orðin í poppinu. Meðal þeirra sem reka inn nefið eru Arnar Freyr Frostason úr Úlfi Úlfi auk Flóna, Magnúsar Jóhanns Ragnarssonar, Þormóðs Eiríkssonar, Arnars Inga Ingasonar og Reynis Snæs Magnússonar.

Emmsjé Gauti og Helgi Sæmundur eiga plötu vikunnar á Rás 2 að þessu sinni, sú heitir Mold og er enn í vinnslu að sögn kappanna en hlustendum er boðið í forhlustunarveislu eftir 10 fréttir í kvöld og í spilara.

Mynd með færslu
 Mynd: Emmsjé Gauti, Helgi Sæmundur - Mold