Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

25 smit innanlands í gær

20.09.2021 - 11:04
Mynd með færslu
 Mynd: Hjalti Þórarinsson - RÚV
67 kórónuveirusmit greindust innanlands síðustu þrjá daga, en tölur um fjölda smita frá því um helgina voru ekki uppfærðar fyrr en í morgun. 23 smit greindust á föstudag, 19 á laugardag og 25 í gær. Fjöldinn er svipaður og dagana á undan.

Samkvæmt upplýsingum á COVID.is eru 992 í sóttkví og 309 í einangrun með virkt smit. Níu eru á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu.