Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Útgöngubanni aflétt í Melbourne í lok október

epa09474384 Protesters gather during 'The Worldwide Rally for Freedom' in Melbourne, Victoria, Australia, 18 September 2021. The Worldwide Rally for Freedom is a purported day of rallies for 'freedom' across many countries, which is also labelled 'World Wide Demonstration 4.0'.  EPA-EFE/JAMES ROSS AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Íbúar Melbourne, næststærstu borgar Ástralíu, mega búast við að útgöngubann verði ekki lengur í gildi seinni hluta október-mánaðar gangi bólusetningaráætlanir stjórnvalda eftir. Um fimm milljónir íbúa borgarinnar hafa þurft að halda sig heimavið frá því 5. ágúst síðastliðinn.

Það er í sjötta sinn sem Melbourne-búar mega búa við útgöngubann frá því að faraldurinn skall á. Yfirvöld í Viktoríu-ríki segja að slakað verði á reglum þegar 70% íbúa 16 ára og eldri verða fullbólusett. 

Útgöngubann verður þá afnumið og veitingastöðum og öldurhúsum verður heimilað að opna en aðeins með 50 fullbólusettra hámarksgestafjölda utandyra. Heimsóknir í heimahús verða áfram bannaðar.

Þegar 80% íbúanna verða bólusett, sem búist er við að verði í nóvember-byrjun verður grímuskyldu utandyra aflétt, allt að tíu mega kíkja í heimsóknir og fólki verður heimilað að mæta aftur á vinnustað. 

Dan Andrews, ríkisstjóri í Viktoríu segir að þrýstingur aukist á heilbrigðiskerfið með ráðstöfnunum en með því að slaka smám saman á verði auðveldara að skipuleggja viðbrögð við faraldrinum. Útgöngubann hafi keypt yfirvöldum tíma þar til bólusetningarmarkmið nást. 

Daginn áður en tilkynnt var um breytingarnar voru sex lögreglumenn lagðir inn á sjúkrahús með beinbrot og aðra áverka eftir átök við mótmælendur í borginni.

Um 235 mótmælendur voru handteknir en sem mótmæltu útgöngubanni og ströngum, langvarandi sóttvarnareglum.

Yfir tvöþúsund lögreglumenn voru á götum borgarinnar en Mark Galliot lögreglustjóri segir marga mótmælendur ekki hafa ætlað sér að gera annað en efna til illsaka við lögreglu.