Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Örfáir kjósa volduga kjörnefnd í Hong Kong

19.09.2021 - 03:43
epa09475836 Hong Kong Chief Executive Carrie Lam (C) meets reporters after visiting the polling station at the Convention Centre during the 2021 Election Committee Subsector Ordinary Elections in Hong Kong, China, 19 September 2021. The Election Committee is an electoral college with the function of selecting the Chief Executive and, beginning in 2021, to elect 40 members the 90 members of the Legislative Council. In 2021 China's National People's Congress passed a law that changed the electoral system in the former British colony, augmenting the size of the Election Committee to 1,500 members to include 'patriotic groups' and members of the Chinese People’s Political Consultative Conference among others. Only 364 places on the 1,500-member Election Committee are up for grabs with most seats predetermined as uncontested or appointed and only 4,889 voters representing different professions and trades casting their ballots.  EPA-EFE/JEROME FAVRE
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Pólítíska yfirstéttin í Hong Kong kýs í dag fjölmenna nefnd sem ákveður hver verður næsti leiðtogi borgarinnar og kýs næstum helming löggjafarþingsins. Kosningarnar byggja á nýju kerfi úr ranni Kínastjórnar.

Í raun hefur aldrei ríkt lýðræði í Hong Kong og það er kveikja áralangra mótmæla. Þó umbáru stjórnvöld háværa andstöðu um nokkurt skeið eftir að Kínverjar tóku við stjórninni af Bretum árið 1997.

Mikil mótmæli brutust út fyrir tveimur árum sem Kínastjórn braut á bak aftur að mestu, setti á öryggislög sem gera allan mótþróa óleglegan ásamt kerfi þar sem aðeins þeir sem taldir eru trúir Kína geta gefið kost á sér til embætta.

Það var gert þrátt fyrir loforð um að borgin héldi frelsi og ákveðnu fullveldi í 50 ár eftir yfirtökuna. AFP-fréttaveitan greinir frá því að fyrsta atkvæðagreiðslan undir slagorðinu „Föðurlandsvinir ráða Hong Kong“ hófst í morgun.

Þar kjósa 4.800 manns fimmtán hundruð manna kjörnefnd sem í desember velur 40 manns til að sitja á löggjafarþingi borgarinnar. Hagsmunahópar kjósa 30 en aðeins 20 verða kosin beinni kosningu.

Á næsta ári velur kjörnefndin næsta leiðtoga Hong Kong sem Kínastjórn loks staðfestir. Árið 2016 völdu um 233 þúsund kjörnefndina.

Kínversk stjórnvöld segja þetta nýja kerfi tryggja að enginn andstæðingur þeirra komist til áhrifa en gagnrýnendur telja að Hong Kong verði með því alger spegilmynd Kína án virkrar stjórnarandstöðu.

Ted Hui brottflúinn fyrrverandi þingmaður segir Kína vera einræðisríki sem læst vera siðmenntað og lýðræðissinninn Nathan Law segir öll ítök Hong Kong-búa í kosningum úti. Allir frambjóðendur verði strengjabrúður Kínverja án nokkurrar raunverulegrar samkeppni.