Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Íslamska ríkið kveðst bera ábyrgð á árásum í Afganistan

epa09415308 Taliban patrol in Kandahar, Afghanistan, 15 August 2021. The Taliban have reached the outskirts of Kabul, the capital city of Afghanistan, where the Afghan government reported there have been shots heard, although the insurgents said they will not enter the city by force and are negotiating a peaceful transition of power. After capturing a majority of the country, the Taliban issued a statement asking their fighters to not fight in Kabul and stand by the city’s entrance without attempting to enter by force.  EPA-EFE/STRINGER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýstu í kvöld yfir ábyrgð á árasum á talibana í borginni Jalalabad í Afganistan um helgina. Vígahreyfingin segist hafa gert þrjár sprengjuárásir á þrjú farartæki talibana á laugardag, auk fjórðu sprengjuárásarinnar í dag.

AFP fréttastofan hefur eftir afgönskum fjölmiðlum að pallbíll með hermönnum talibana hafi verið skotmark sprengjuárásarinnar í dag. Vitni sögðu nokkra talibana hafa særst í árásinni. Á laugardag féllu minnst tveir í sprengjuárásunum.

Íslamska ríkið kvaðst einnig bera ábyrgð á árás sem varð yfir 100 að bana á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í lok ágúst. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV