Hádegisfréttir: Smit hafa áhrif á skólahald

19.09.2021 - 12:06
Skólahald verður ekki með hefðbundnum hætti á Reyðarfirði á morgun, á þriðjudag og miðvikudag vegna kórónuveirusmita sem komin eru upp í bænum.

 

Prófessor í eldfjallafræði spáir því að virkni á gosstöðvunum næstu vikur verði mest í Geldingadölum. Ef hún verði mikil gæti orðið greið leið fyrir hraunkvikuna á Suðurstrandarveg. Dregið hefur úr óróa. 

Utanríkisráðherra Frakklands segir stjórnvöld í Bandaríkjunum og Ástralíu hafa logið og sýnt Frökkum lítilsvirðingu með nýju varnarbandalagi. Varnarmálaráðherra Ástralíu vísar þessu á bug. 

Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir að eitt forgangsatriða þeirra stjórnvalda sem taki við að loknum kosningum um næstu helgi verði að halda viðvarandi lágu vaxtastigi

Íslendingar eru að borga óeðlilega háar ökutækjatryggingar að sögn framkvæmdastjóra FÍB. Félagið hafi gert ítrekaðar athugasemdir sem tryggingafélögin hafi ekki svarað. Málið er nú á borði Samkeppniseftirlitslins.

Haukar og Njarðvík urðu bikarmeistarar í körfubolta í gær en úrslitaleikirnir í karla og kvennaflokki fóru þá fram í Smáranum í Kópavogi.
 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV