Chelsea valtaði yfir Tottenham í Lundúnarslagnum

epa09476789 Chelsea's Thiago Silva (L) celebrates with teammates after scoring the 1-0 lead during the English Premier League soccer match between Tottenham Hotspur and Chelsea FC in London, Britain, 19 September 2021.  EPA-EFE/Neil Hall EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Chelsea valtaði yfir Tottenham í Lundúnarslagnum

19.09.2021 - 17:25
Chelsea vann góðan útisigur gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Tottenham var betra liðið í fyrri hálfleik en Chelsea tók öll völd í þeim seinni og mörk frá Thiago Silva og N’Golo Kante tryggðu þeim sigurinn.

Lokaleikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var Lundúnarslagur á milli Tottenham Hotspurs og Chelsea. Nuno Espirito Santo gerði fjórar breytingar á liðinu sem tapaði 3-0 gegn Crystal Palace um síðustu helgi. Munaði þar miklu um Son Heung-Min sem hefur jafnað sig á meiðslum. Hjá Chelsea voru einnig gerðar breytingar en þar byrjaði Kepa Arrizabalaga í markinu þar sem Edouard Mendy var meiddur. 

Tottenham byrjaði leikinn betur og leikmönnum Chelsea gekk illa að halda boltanum innan liðs fyrsti tíu mínúturnar. Besta færi fyrri hálfleiks kom á 33. mínútu þegar Giovani Lo Celso sendi Son í gegn en Kepa varði vel í marki Chelsea. Þrátt fyrir talsverða yfirburði náði Tottenham ekki að skora og staðan því markalaus í hálfleik. 

Taflið snérist við í síðari hálfleik og þá voru það leikmenn Chelsea sem byrjuðu betur og á 49. mínútu kom Thiago Silva þeim yfir með góðum skalla eftir hornspyrnu frá Marcos Alonso. Áfram hélt Chelsea að þjarma að Tottenham og á 57. mínútu bætti N’Golo Kante við marki. Hann hafði komið inn á sem varamaður en skot hans fór af Eric Dier og í netið. Chelsea voru mun nær því að bæta við marki heldur en Tottenham að minnka muninn og í uppbótartíma rak Antonio Rudiger síðasta naglann í líkkistu Tottenham með þriðja marki Chelsea. 

Sigur Chelsea var því nokkuð sanngjarn í dag og liðið er nú við hlið Liverpool og Man Utd á toppi deildarinnar með 13 stig eftir fimm umferðir.