Vilborg Dagbjartsdóttir látin

Mynd með færslu
 Mynd: Bókmenntahátíð í Reykjavík - Orð um bækur

Vilborg Dagbjartsdóttir látin

18.09.2021 - 14:19

Höfundar

Vilborg Dagbjartsdóttir, skáld og kennari, er látin 91 árs að aldri. Hún lést á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans 16. september.

Vilborg fæddist á Hjalla á Vestdalseyri þann 18. júlí árið 1930. Hún nam leiklist um skeið hjá Lárusi Palssyni en lauk síðar kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands. Einnig lærði hún bókasafnsfræði við Háskóla Íslands.

Meðfram ritstörfum starfaði Vilborg sem kennari við Austurbæjarskóla í 43 ár. Stór hluti höfundaverks hennar eru sögur handa börnum, bæði þýddar og frumsamdar.

Hún var einn frumkvöðla að stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar og sat lengi í stjórn Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna. Hún hefur átt sæti í stjórn Stéttarfélags íslenskra barnakennara, Rithöfundafélags Íslands og Rithöfundasambands Íslands.

Vilborg gaf út sína fyrstu ljóðabók, Laufið á trjánum, árið 1960 og var hún þá ein af fáum konum hér á landi sem ortu atómljóð. Ljóð hennar hafa verið birt í erlendum safnritum og tímaritum á fjölda tungumála.  

Eiginmaður Vilborgar var Þor­geir Þor­geir­son, f. 30.4. 1933, d. 30.10. 2003, kvik­mynda­gerðarmaður og rit­höf­und­ur. Son­ur þeirra er Þor­geir Elís, f. 1.5. 1962, eðlis­efna­fræðing­ur sem vinn­ur hjá Íslenskri erfðagrein­ingu. Son­ur Vil­borg­ar og Ásgeirs Hjör­leifs­son­ar, f. 13.1. 1937, fram­kvæmda­stjóra er Eg­ill Arn­ald­ur, f. 18.6. 1957, kenn­ari við Aust­ur­bæj­ar­skóla. Barna­börn­in eru fjög­ur.