Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Velferðarsvið leigir stærra húsnæði af Landsbankanum

Mynd með færslu
Þjónustumiðstöðin var áður á öðrum stað í Mjóddinni.  Mynd:
Borgarráð hefur samþykkt að leigja stærra húsnæði af Landsbankanum fyrir þjónustumiðstöð Breiðholts í Mjódd. Þjónustumiðstöðin er á annarri hæð í sama húsi og Landsbankinn er með útibú en samkvæmt nýjum leigusamningi bætast við rúmlega 390 fermetrar á fyrstu hæð í sama húsi. Leiguverðið hækkar um rúmar 700 þúsund krónur á mánuði.

Þetta kemur fram í fundargerð borgarráðs. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins gagnrýnir leigusamninginn í bókun sinni og aukin umsvif borgarinnar. „Minnt er á að um síðustu áramót var búið að ráða um 1.100 nýja starfsmenn hjá Reykjavíkurborg.“

Þjónustumiðstöð Breiðholts hefur verið starfrækt í húsinu við Álfabakka 10 frá árinu 2019. Nýi leigusamningurinn er tímabundinn og gildir til 30. apríl 2024.

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV