Rússneskt snjallkosningaforrit ekki lengur aðgengilegt

18.09.2021 - 00:26
Erlent · Alexei Navalny · app · Apple · Dúman · google · Kreml · ritskoðun · Rússland · Smáforrit · þingkosningar · Stjórnmál
epaselect epa09473422 A woman examines Navalny's Smart Voting app on her cellphone in Moscow, Russia, 17 September 2021. Alexei Navalny's Smart Voting app has disappeared from Apple and Google stores as Russians began voting on three-day parliamentary elections. In Russia, on September 17, elections of deputies of the State Duma, governors, deputies of the regional and city levels begin. The main voting day will take place on September 19. Voting in the State Duma takes place in one round according to a mixed system - 225 deputies must be elected from party lists and 225 deputies - from single-mandate constituencies.  EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bandaríski tæknirisinn Google er sagður hafa verið beittur miklum þrýstingi til að fjarlægja snjallkosninga-smáforrit sem bandamenn rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalny buðu upp á í smáforritaverslun fyrirtækisins.

AFP-fréttaveitan hefur þetta eftir ónafngreindum heimildamanni innan fyrirtækisins sem segir að hótanir hafi borist frá rússneskum stjórnvöldum um að rússneskir starfsmenn gætu átt yfir höfði sér ákærur og fangavist.

Apple hefur svipaða sögu að segja. Með forritinu var kjósendum í yfirstandandi þingkosningum í Rússlandi ráðlagt hvernig eigi að kjósa gegn ráðandi öflum í Kreml.

Stuðningsmenn Navalnys, sem dæmdur var í þriggja og hálfs árs fangelsi í febrúar, saka fyrirtækin um ritskoðun. Kosningar um 450 sæti Dúmunnar, neðri deild rússneska þingsins, hófust í dag og standa fram á sunnudag.