Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Mæla með örvunarskammti fyrir ákveðna hópa

epa09473392 A health worker prepares a shot of the vaccine against COVID-19 during a mega vaccination drives, in Bangalore, India, 17 September 2021. Karnataka State health department administered over three million doses during a mega vaccination drive.  EPA-EFE/JAGADEESH NV
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Nefnd bandarískra heilbrigðissérfræðinga mælir einróma með notkun örvunarskammta bóluefnis Pfizer fyrir 65 ára og eldri og fyrir fólk sem er í hættu á að veikjast alvarlega af COVID-19. Eins á það við um heilbrigðisstarfsfólk.

Tugir milljóna Bandaríkjamanna eiga því kost á að fá þriðja skammt bóluefnis innan tíðar. Hins vegar var þeirri tillögu lyfjaframleiðandans hafnað að allir sextán ára og eldri skyldu fá örvunarskammt.

Ríkisstjórn Joe Bidens var fylgjandi því en nefndin telur það ekki óhætt. Sérfræðingarnir funduðu að undirlagi Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna.

Archana Chatterjee deildarforseti við Læknaskóla Chicago segir niðurstöðuna sanna að nefndin sé algerlega óháð stofnuninni í ákvörðunum sínum. Nú er það annarar nefndar að tilgreina nánar hverjir skuli frá örvunarskammt og hvernig þeim verði dreift.