Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Auðkýfingur sakfelldur fyrir að myrða vinkonu sína

18.09.2021 - 00:52
epa09474142 (FILE) - Robert Durst in his wheelchair spins in place as he looks at people in the courtroom as he attends the closing arguments in his murder trial at the Inglewood Courthouse in Inglewood, California, USA, 08 September 2021 (reissued on 17 September 2021). On 17 September 2021, Robert Durst was found guilty of the first-degree murder of Susan Bermans .  EPA-EFE/AL SEIB / POOL
 Mynd: EPA-EFE - Los Angeles Times POOL
Bandaríski auðkýfingurinn Robert Durst var í dag sakfelldur fyrir að hafa myrt vinkonu sína, glæpasagnahöfundinn Susan Berman með hrottalegum hætti árið 2000. Hann er talinn hafa orðið þremur manneskjum að bana um dagana.

Durst, sem er 78 ára, hefur alltaf þvertekið fyrir að hafa orðið Berman að bana. John Lewin saksóknari fullyrti að Durst hafi vilja koma í veg fyrir að hún ljóstraði upp um aðild hans að hvarfi Kathie eiginkonu hans árið 1982.

Saksóknarinn kveðst sannfærður um að Durst hafi orðið þremur manneskjum að bana. 

Hann var aldrei ákærður vegna hvarfs eiginkonunnar en var handtekinn í mars 2015 grunaður um morðið á Berman. Durst var fyrr á öldinni sýknaður af ákæru um að hafa orðið nágranna sínum að bana árið 2001.

Hann var ekki viðstaddur sakfellinguna í dag enda í sóttkví en dómur í máli hans verður kveðinn upp 18. október. Búist er við að Durst verði dæmdur til lífstíðarfangelsis án möguleika á reynslulausn. 
 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV