Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Annað barnið útskrifað

18.09.2021 - 12:46
Mynd með færslu
 Mynd: unsplash - RÚV
Valtýr Thors læknir á Barnaspítalanum segir að búið sé að útskrifa annað barnanna sem lagðist inn á spítalann vegna COVID 19

Sá sem nú hefur verið útskrifaður er 14 ára. Tveggja ára barn er komið af gjörgæslu og er nú á almennri deild.  
Frá og með deginum í dag verða tölulegar upplýsingar á covid.is aðeins uppfærðar á virkum dögum. Að sögn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra var þetta ákveðið í ljósi gildandi tilslakana og þess að ákveðinn stöðugleiki er kominn í nýgengi smita. Helgartölur verði gefnar upp ef staðan breytist. 
 

Arnar Björnsson